Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Æ fleiri börn búa við næringarskort í Jemen

27.10.2020 - 08:59
epa08674985 A malnourished child waits to get medical attention at a health center of Bani Qais village in the western province of Hajjah, Yemen, 08 September 2020 (issued 17 September 2020). In a remote village of western Yemen, the only health center may be forced to close its doors to emaciated children as the United Nations has announced the suspension of 70 percent of health programs in war-ridden Yemen as of September 2020 due to lack of funding. Yemen's prolonged conflict has had a devastating effect on children, leaving some 10.3 million children without enough food to eat each day, including nearly 1.8 million children under the age of five who are facing acute malnutrition, according to the UN statistics.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
Vannært barn að bíða læknishjálpar í Bani Qais í Jemen í síðasta mánuði. Mynd: EPA-EFE - EPA
Æ fleiri börn í Jemen búa við alvarlegan næringarskort. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Matvælaáætlunar samtakanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar FAO.

Nýleg könnun hafi leitt í ljós að meira en hálf milljón barna yngri en fimm ára þjáðist af næringarskorti í suðurhluta Jemen. Búist sé við að þróunin sé svipuð í norðurhluta landsins, en þar sé nú verið að kanna ástandið. Að minnsta kosti 98.000 börn séu í bráðri lífshættu.

Ástandið í Jemen hafi ekki verið verra síðan stríð hófst þar árið 2014. Ríflega 24 milljónir manna eða nærri 80 prósent landsmanna treysti á einhvers konar aðstoð, en draga hafi þurft úr aðstoð vegna fjárskorts.