Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þing Taílands kemur saman til að bregðast við mótmælum

26.10.2020 - 05:29
Erlent · Asía · mótmæli · Stjórnmál · Taíland
epa08774206 Thai Prime Minister Prayut Chan-o-cha (C) as see on a monitor screen, speaks to the members of the House of Representatives and Senate during a special session inside the meeting chambers of Thai Parliament, in Bangkok, Thailand, 26 October 2020. The government will hold a special session of parliament on 26 and 27 October to find the solution to ongoing street protest, which are calling for the resignation of Thai Prime Minister Prayut Chan-o-cha, a new constitution and monarchy reform.  EPA-EFE/NARONG SANGNAK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Taílenska þingið kemur saman í dag til að ræða hvernig draga megi úr spennu í landinu.

Undanfarna mánuði hefur hreyfing ungs fólks í landinu kallað eftir breytingum á stjórnarskrá, umdeildum lögum um að ekki megi hallmæla konunginum og krafist afsagnar Prayut Chan-O-Cha forsætisráðherra.

Það var einmitt hann sem kallaði þingið saman úr leyfi. Þingið mun einbeita sér að hvernig eigi að taka á mótmælendunum en því er ekki ætlað að ræða kröfur þeirra, þá tvo daga sem því er ætlað að standa.

Suwit Thongprasert, talsmaður konungssinna, kveðst andvígur því að málefni konungsfjölskyldunnar sé rætt í þinginu. „Við erum tilbúin að verja konungdæmið,“ segir hann. 

Mótmælendur hafa boðað til göngu að þýska sendiráðinu í Bangkok í dag. Talið er að það sé til að ögra konungi sem dvelur iðulega í Þýskalandi.