Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Stefnir í allsherjarverkfall í Hvíta Rússlandi á morgun

epaselect epa08773374 A protester covered with a flag stands in front of Belarusian policemen and a water cannon that block a road during a rally against government and President Lukashenko in Minsk, Belarus, 25 October 2020. According to reports, over 100,000 opposition activists took to the streets against Belarusian government and President Alexander Lukashenko calling him to step down and demanding new presidential elections.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi kallar eftir allsherjarverkfalli í landinu á morgun mánudag.

Ákall Tikanovskaju kemur í kjölfar þess að lögreglumenn skutu blossasprengjum og gúmmíkúlum að mótmælendum í höfuðborginni Minsk í dag.

Vefútgáfa þýska blaðsins Spiegel greinir frá því að mótmælin, sem eru elleftu sunnudagsmótmælin í röð, hafi verið þau fjölmennustu í mánuð eða svo. Fjölmiðlar í Hvíta Rússlandi telja að um 100 þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum. Mannréttindasamtök telja að um 280 hafi verið tekin höndum.

Mótmælendur klöppuðu og hrópuðu „Lengi lifi Hvíta Rússland“, „Hypjaðu þig, Lukasjenka“ og „Verkfall“. Þeim var mætt af þungvopnuðum sérsveitarmönnum á brynvörðum ökutækjum.

„Stjórnvöld sýndu og sönnuðu einu sinni enn í dag, að beiting ofbeldis er það eina sem þau eru fær um,“ skrifaði Tikanovskaja á samfélagsmiðla í dag. „Þess vegna hefst allsherjarverkfall á morgun, 26. október.“

Hún ítrekaði úrslitakosti sína frá 13. október og gaf Lúkasjenka forseta frest til miðnættis að segja af sér og frelsa alla pólítíska fanga. Forsetinn virti þá kröfu Tikanovskaju að vettugi og því stefnir allt í allsherjarverkfall í Hvíta Rússlandi á morgun.