
Meira en 2000 kindur felldar vegna riðu í Skagafirði
Í síðustu viku kom upp riða á bænum Stóru-Ökrum í Skagafirði. Þar er stórt fjárbú með um 800 kindum. Það er mikið áfall þegar svona alvarlegur sjúkdómur eins og riða kemur upp. Gunnar Sigurðsson bóndi á Stóru Ökrum 1 var miður sín í viðtali við fréttamann RÚV.
Riðan hefur nú líka fundist á þremur öðrum bæjum í Skagafirði. Það eru Syðri-Hofdalir, Grænamýri og Hof í Hjaltadal. Þar verður allt féð skorið niður. Riðan hefur líka áhrif á búskap í Eyjafirði. Það er vegna þess að bæir þar og í Skagafirði eru í sama sauðfjárveiki-varnarhólfi. Því hefur mátt flytja fé milli þeirra bæja í Skagafirði og Eyjafirði sem eru í sama hólfi.
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir segir að það sé ekki einfalt mál að fella svona margar kindur á stuttum tíma. Hann vill að landbúnaðarráðuneytið gefi skýrar leiðbeiningar um það. Það sé erfitt fyrir bændurna að missa allan bústofninn sinn í einu eftir að hafa byggt hann upp í langan tíma.