Kvöldfréttir og Kastljós: Staðan á Landakoti

26.10.2020 - 18:44
Landspítali rannsakar hvort tilkynna beri hópsýkinguna á Landakoti sem alvarlegt atvik til embættis landlæknis. Dóttir manns sem var sendur fram og til baka til Stykkishólms segir illa hafa verið staðið að skipulagi. Hann greindist jákvæður daginn eftir. Mál frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar er nú rannsakað sem sakamál. Útgerðin sendi mönnum tölvupóst fyrir helgi um að draga þyrfti lærdóm af málinu en baðst ekki fyrirgefningar. Framkvæmdastjóri SFS segir það léttvæg viðbrögð.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV