
Kólumbískur skæruliðaforingi felldur
Forsetinn sagði dauða Uriels vera mikilvægan í baráttunni við skæruliðasveitina enda hefði hann verið birtingarmynd hennar. Hann var enda mjög sýnilegur á samfélagsmiðlum.
Uriel sem var 41 árs og hét raunverulega Andres Vanegas, var talinn hafa staðið fyrir mannránum og morðum auk þess sem hann safnaði að sér liðsveitum mjög ungs uppreisnargjarns fólks.
Uriel var jafnframt grunaður um að hafa skipulagt bílsprengjuárás á lögregluskóla í Bogotá í janúar 2019 sem varð tuttugu og einu að bana. Eftir það ákvað forsetinn að láta af friðarviðræðum við Frelsisherinn.
Frelsisherinn var stofnaður árið 1964 og Uriel var meðal yngri liðsmanna hans. Meðalaldur þeirra er talinn vera um sextíu ár. ELN telur um 2.300 liðsmenn og teygir net sitt víða um borgir Kólumbíu.
Frelsisherinn er síðasta skæruliðasveitin sem eftir lifir í landinu eftir að stjórnvöld friðmæltust við Byltingarher Kólumbíu (FARC) árið 2016. FARC starfar nú sem viðurkennd stjórnmálasamtök.