Hvernig er COVID-staðan í heiminum í dag?

Smitum heldur áfram að fjölga í Evrópu
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tæplega 380 þúsund kórónuveirusmit greindust á heimsvísu síðastliðinn sólarhring. Rúmlega þriðjungur nýrra smita greindist í Bandaríkjunum, Indlandi og Brasilíu. Alls hafa rúmlega 43 milljónir tilfella verið staðfest og rúmlega 1,1 milljón manna hefur nú látist af völdum COVID-19.

Smitum hefur fjölgað hratt í Evrópu undanfarnar vikur. Metfjöldi smita greindist á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og er faraldurinn í mun örari vexti þar nú en í vor, þegar illa gekk að hefta útbreiðslu veirunnar og gripið var til umfangsmikilla aðgerða. Í vor greindust um fimm þúsund tilfelli daglega þegar mest lét en í gær greindust rúmlega 21 þúsund smit þar í landi.

Hvergi á Norðurlöndunum er nýgengi smita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, hærra en á Íslandi. Það er nú 227,4 en hefur þó lækkað undanfarna daga.

 
 
 
 
 

Smitum hefur fjölgað í Bandaríkjunum og Kanada frá því í vor. Þá hefur nýgengi smita hækkað í báðum löndunum.

 
 

Í vesturhluta Evrópu hefur smitum fjölgað hratt á síðustu vikum og hafa ríki gripið til hertra aðgerða til að bregðast við útbreiðslunni. Metfjöldi smita greindist í Frakklandi síðastliðinn sólarhring, í gær greindist metfjöldi með smit í Þýskalandi og aldrei hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bretlandi og á Spáni en í síðustu viku.

 
 
 
 
 

Í Austur-Evrópu er þróunin svipuð og fleiri smit greinast nú en í vor. Rúmlega tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest daglega í Póllandi undanfarið, en þar greindust 200 til 600 tilfelli á sólarhring í apríl og maí.

 
 
 
 
 

Kínversk stjórnvöld segjast hafa náð tökum á faraldrinum. Þar greinast nú um tuttugu smit á sólarhring. Víða í Asíu hefur önnur bylgja faraldursins þó gengið yfir í haust. Tæplega hundrað þúsund smit greindust daglega á Indlandi í síðasta mánuði og þá hefur nýjum smitum í Japan fækkað eftir að þeim fjölgaði að nýju í ágúst.

 
 
 
 
26.10.2020 - 15:08