50 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 22 í sóttkví og 28 utan sóttkvíar. Þrjú smit greindust við landamæraskimun og þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar á 11 sýnum sem tekin voru við landamærin.
Nýgengi innanlandssmita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 227,4 sem er aðeins hærra en í gær þegar það var 227,2. Í fyrradag var nýgengið 227,7.
50 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum og þrír eru á gjörgæslu. 2.468 eru í sóttkví og hefur þeim fjölgað um rúmlega 400 síðan í gær. 1.030 eru í einangrun.
Alls voru tekin 1.187 sýni í gær samkvæmt vefsíðunni Covid.is.