Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit

Mynd með færslu
 Mynd: Instagram/katrintanja - Instagram

Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit

25.10.2020 - 16:38
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í kvennaflokki fyrir lokagreinina á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sigraði í fyrstu tveimur dagsins og hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn.

Hægt er að fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu á YouTube síðu leikanna. Keppni í karlaflokki hófst klukkan 17 með tíundu grein leikanna og konurnar byrjuðu kl. 17:30. Katrín Tanja hafnaði í þriðja sæti í þessari grein og hér má sjá upptökuna. (Þessi frétt er uppfærð)

Uppfært kl. 20:00

Katrín Tanja hafnaði í þriðja sæti í bæði fyrstu og annarri grein dagsins en hin ástralska Tia-Clair Toomey er gjörsamlega óstöðvandi og sigraði í báðum greinunum. Hún hefur því stungið af og tryggt sér heimsmeistaratitilinn áður en kemur að síðustu greininni. Spennan er þó mikil um verðlaunasæti og stendur Katrín Tanja vel að vígi í þeirri baráttu.

Heildarstaðan fyrir lokagreinina

1 Tia-Clair Toomey (Ástralía) 970 stig
2 Katrín Tanja Davíðsdóttir (Ísland) 590 stig
3 Haley Adams (USA) 525 stig
4 Brooke Wells (USA) 510 stig
5 Kari Pearce (USA) 485 stig

Uppfært kl. 23:20

Tia Toomey er sigurvegari og Katrín Tanja í öðru sæti. Sjá nánar í þessari frétt!

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í sumum tilfellum er ekki gefið upp nema með skömmum fyrirvara hverskonar þrautir bíða keppenda. Þá liggur heldur ekki fyrir hversu hversu mörg stig eru í boði í síðustu greininni. Hún gæti verið margþætt og því fleiri stig verið í boði en venjulega. 

Katrín Tanja var í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag en vann sig upp um eitt sæti í gær. 

Fylgstu með uppfærðri stöðu hér.

100 stig fást fyrir sigur í hverri keppnisgrein, 75 stig fyrir annað sætið, 55 stig fyrir þriðja sætið, 35 stig fyrir fjórða sætið og 15 stig fyrir fimmta og síðasta sætið. Keppandi fær hins vegar ekkert stig takist honum ekki að ljúka við greinina.

Næst síðasta keppnisgreinin - upptaka

Önnur keppnisgrein hefst klukkan 19:00 á íslenskum tíma og má sjá upptöku af henni hér. Katrín Tanja lenti í þriðja sæti í þessari grein.

Lokakeppnisgreinin í beinni kl. 22:00

Þriðja keppnisgreinin hefst svo klukkan 22:00 á íslenskum tíma og eftir hana ráðast úrslitin. Hér verður hægt að fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu frá henni.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Katrín Tanja í 2. sæti fyrir lokadaginn