Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Silfrið: Sjávarútvegsráðherra um mál skipverjanna

25.10.2020 - 10:39
Silfrið hefst klukkan 11 að vanda og þar verða margir góðir gestir. Fyrst ræðir Fanney Birna við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra um mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni. Þá mæta þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis og ræða um fjármál og stöðu sveitarfélaganna.

Þá mæta þau  Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, Friðjón Friðjónsson almannatengill, Silja Bára Ómarsdóttir prófessor og Gauti B. Eggertsson prófessor og ræða um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Að lokum kemur svo til Fanneyjar Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, en þær ætla ræða merkingar á lögreglubúningum og traust til lögreglu. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV