Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Háttsettur Al Kaída leiðtogi felldur í Afganistan

epa08661730 A handout photo made available by Afghanistan State Ministry for Peace shows Afghanistan's Peace Negotiation team pray as they leaves Kabul for the opening ceremony of Intra-Afghan Peace Negotiations that are to be held in Doha, Qatar, at Kabul airport, Afghanistan, 11 September 2020. The United States, Taliban and Afghanistan government delegations officially will start the intra-Afghan negotiations on 12 September 2020.  EPA-EFE/AFGHANISTAN STATE MINISTRY FOR PEACE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Afganska sendinefndin baðst fyrir áður en hún hélt til Doha í Katar í dag. Mynd: EPA-EFE - Friðarnefnd afgönsku stjórnar
Afganskar sérsveitir felldu háttsettan Al Kaída leiðtoga síðdegis í gær laugardag. Egyptinn Abu Mushin al-Masri sem álitinn er næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna var eftirlýstur af Bandaríkjastjórn.

Afgönsku sérsveitirnar höfðu upp á al-Masri í miðhluta Ghazni héraðs en ekki hefur verið upplýst frekar um atburðarásina sem leiddi til dauða hans.

Bandarísk handtökuskipun á hendur al-Masri, sem einnig gekk undir nafninu Husam Abd-al-Ra'uf, var gefin út í desember 2018. Hann var sakaður um stuðning við hryðjuverkastarfsemi og ráðabrugg um að granda bandarískum borgunum.

Friðarviðræður standa enn yfir í Katar milli afganskra stjórnvalda og leiðtoga Talibana. Viðræðunum var komið á fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar í febrúar, sem fékk Talibana til að banna erlendum öfgaöflum að koma sér fyrir í Afganistan.

Stjórn Talibana í Afganistan var steypt eftir innrás alþjóðlegra hersveita í landið árið 2001 en stríðsástand hefur ríkt þar síðan. Al Kaída samtökin áttu griðastað í Afganistan um tíma eftir að Talibanar komust þar til valda á tíunda áratug síðustu aldar.