
Háttsettur Al Kaída leiðtogi felldur í Afganistan
Afgönsku sérsveitirnar höfðu upp á al-Masri í miðhluta Ghazni héraðs en ekki hefur verið upplýst frekar um atburðarásina sem leiddi til dauða hans.
Bandarísk handtökuskipun á hendur al-Masri, sem einnig gekk undir nafninu Husam Abd-al-Ra'uf, var gefin út í desember 2018. Hann var sakaður um stuðning við hryðjuverkastarfsemi og ráðabrugg um að granda bandarískum borgunum.
Friðarviðræður standa enn yfir í Katar milli afganskra stjórnvalda og leiðtoga Talibana. Viðræðunum var komið á fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar í febrúar, sem fékk Talibana til að banna erlendum öfgaöflum að koma sér fyrir í Afganistan.
Stjórn Talibana í Afganistan var steypt eftir innrás alþjóðlegra hersveita í landið árið 2001 en stríðsástand hefur ríkt þar síðan. Al Kaída samtökin áttu griðastað í Afganistan um tíma eftir að Talibanar komust þar til valda á tíunda áratug síðustu aldar.