Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

COVID-smit aftur komin upp í Hvíta húsinu

epa08768258 US Vice President Mike Pence (L) and Second Lady Karen Pence (R) vote in the US presidential election at the Marion County Clerk's Office in Indianapolis, Indiana, USA, 23 October 2020. Pence is running with US President Donald J. Trump for reelection against Democratic candidates Joe Biden and Kamala Harrs.  EPA-EFE/JUSTIN CASTERLINE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Marc Short, starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveirusmit í gær. Að minnsta kosti tveir starfsmenn Hvíta hússins hafa greinst til viðbótar. Talsmaður Hvíta hússins segir að sýni sem tekið var úr Pence hafi verið neikvætt og hyggst hann halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar sem verða 3. nóvember.

Greint er frá þessu á vefsíðu The Washington Post.

Þar segir að Short hafi verið meðal þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðir og hömlur þeim tengdar einna mest. Hann hafi ítrekað sést á almannafæri og í námunda við varaforsetann án grímu.

Short er nú í einangrun, hefur The Washington Post eftir Devin O’Malley, talsmanni Pence.

Einn þeirra sem hafa greinst er  Marty Obst, sem er einn af helstu ráðgjöfum Pence. Hann hefur verið í för með varaforsetanum undanfarna daga á kosningaferðalögum hans. Nafn þriðja starfsmanns Hvíta hússins sem greindist með veiruna hefur ekki verið gefið upp samkvæmt frétt The Washington Post.

O’Malley segir að þó Pence hafi verið skilgreindur sem einn af þeim sem Short átti í nánum samskiptum við, þá hafi það verið mat heilbrigðisteymis Hvíta hússins að varaforsetanum sé óhætt að halda áfram kosningaferðalögum sínum.