Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Katrín Tanja í 2. sæti fyrir lokadaginn

Mynd með færslu
 Mynd: Instagram/katrintanja - Instagram

Katrín Tanja í 2. sæti fyrir lokadaginn

24.10.2020 - 21:39
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann sig upp um eitt sæti á öðrum keppnisdegi í ofurúrslitunum á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sigraði í öllum fjórum keppnisgreinum dagsins og er með afgerandi forystu í efsta sæti fyrir lokakeppnisdaginn.

Katrín er eini Íslendingurinn á leikunum sem eru með breyttu sniði vegna Covid-19. Aðeins fimm keppendur í karla- og kvennaflokki taka þátt. 

Uppfært kl. 23:40

Hin ástralska Toomey sigraði í öllum fjórum keppnisgreinum dagsins og styrkti stöðu sína í efsta sæti. Katrín Tanja sem var í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag vann sig upp um eitt sæti í dag. Hún varð í öðru sæti í fyrstu grein dagsins, þriðja sæti í annarri grein, fjórða sæti í þriðju greininni og í þriðja sæti í þeirri fjórðu og síðustu í kvöld.

100 stig fást fyrir sigur í hverri keppnisgrein, 75 stig fyrir annað sætið, 55 stig fyrir þriðja sætið, 35 stig fyrir fjórða sætið og 15 stig fyrir fimmta og síðasta sætið. Keppandi fær hins vegar ekkert stig takist honum ekki að ljúka við greinina.

Staðan fyrir lokakeppnisdaginn er þá þannig að Toomey er langefst en Katrín Tanja í 2. sæti.

1 Tia-Clair Toomey (Ástralía) 770 stig
2 Katrín Tanja Davíðsdóttir (Ísland) 480 stig
3 Kari Pearce (USA) 455 stig
4 Haley Adams (USA) 415 stig
5 Brooke Wells (USA) 400 stig

Sjáðu stöðuna hér.

Hér má sjá upptöku frá lokakeppnisgrein laugardagsins.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Katrín Tanja þriðja eftir fyrsta dag heimsleikanna