Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár

epa08658311 French President Emmanuel Macron gives a press conference at Corsica's prefecture in Ajaccio, Corsica, France, 10 September 2020. French president is on a two day official trip to Corsica to attend the 7th MED7 Mediterranean countries summit held in Porticcio, near Ajaccio, on 10 September 2020.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
Macron ræðir við fréttamenn á Korsíku í morgun. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.

Frakklandsforseti sagði þó of snemmt að ákveða hvort fyrirskipa þyrfti algert útgöngubann í landinu en yfir fjörutíu þúsund ný tilfelli greindust þar í landi í gær. Tæplega þrjú hundruð andlát af völdum sjúkdómsins voru tilkynnt.

Mikil fjölgun smita hefur einnig orðið í Rússlandi, Póllandi, á Ítalíu og í Sviss. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna þess hve mjög tilfellum fjölgar í Evrópu og kallar eftir skjótum viðbrögðum til að komast hjá því að heilbrigðiskerfi landanna missi tökin á vandanum.

Undanfarna tíu daga hefur fjöldi greindra smita í Evrópu tvöfaldast dag hvern en alls hafa tæplega átta milljónir Evrópubúa greinst með Covid-19 og 247 þúsund hafa látist. Yfir 42 milljónir hafa veikst um heim allan og fjöldi látinna er kominn yfir eina komma eina milljón.