Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

„Ég kaus náunga að nafni Trump“

epa08768829 US President Donald J. Trump walks toward Marine One prior to departing from the South Lawn of the White House in Washington, DC, USA, on 23 October 2020. President Trump travels to The Villages, Florida and then on to Pensacola, Florida to deliver remarks at Make America Great Again Victory Rallies.  EPA-EFE/LEIGH VOGEL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - UPI POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greiddi í dag atkvæði utan kjörfundar í Flórída. Hann varð þar með einn 55 milljón bandarískra kjósenda sem þegar hafa greitt atkvæði fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. 

Fram undan eru kosningafundir forsetans sem virðist eiga á brattann að sækja samkvæmt skoðanakönnunum. Trump notaði tækifærið þegar hann kaus til að gera lítið úr áreiðanleika þess að senda atkvæðaseðla í pósti eða skila þeim í atkvæðakassa.

„Allt var fullkomlega samkvæmt reglum. En þegar þú sendir atkvæðið frá þér þá er aldrei hægt að tryggja það,“ sagði Trump, og var skiljanlega til í að upplýsa um atkvæði sitt.

„Ég kaus náunga að nafni Trump.“