Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu hefur riðusmit greinst á þremur sauðfjárbúum í Skagafirði til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit var staðfest fyrr í vikunni. Bæjirnir þrír, Syðri Hofdalir, Grænamýri og Hof í Hjaltadal eru allir í sama smitvarnarhólfi og Stóru Akrar.