Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í malarnámu

23.10.2020 - 18:22
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í fyrrinótt hét Jósef G. Kristjánsson, fæddur 28. nóvember 1967.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna. 

Jósef hélt heimili sitt ásamt eftirlifandi unnustu sinni að Bifröst í Borgarfirði. Hann lætur eftir sig 9 börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.

Lögregla óskaði í kjölfar slyssins eftir upplýsingum frá vegfarendum sem áttu leið um Þrengslaveg eftir klukkan ellefu á miðvikudagskvöld,  hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar.  Þeim er bent á að hafa samband í síma 444 2000, í tölvupósti á [email protected] eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV