Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Frambjóðendur tókust á um viðhorf til Norður-Kóreu

epa08766913 Democratic presidential nominee Joe Biden (L) gestures towards US President Donald J. Trump (R) as they participate in the final presidential debate at Belmont University in Nashville, Tennessee, USA, 22 October 2020. This is the last debate between the US President Donald Trump and Democratic presidential nominee Joe Biden before the upcoming presidential election on 03 November.  EPA-EFE/JIM BOURG / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Kim Jong-un hefur tryggt frið á Kóreuskaga eftir að til vinfengis stofnaðist með honum og Bandaríkjaforseta voru skilaboð Donalds Trump í kappræðunum í kvöld.

Þeir Joe Biden tókust á í kvöld í síðustu kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna 3. nóvember. Trump sagði Biden og Barrack Obama hafa skilið Kim og Norður-Kóreu eftir í rusli og að kjarnorkustríð hafi vofað yfir.

Biden sagði þennan góðvin Trumps vera lítið annað en þorpara. „Þetta er eins og segjast hafa átt gott samband við Hitler áður en hann hóf landvinninga sína í Evrópu, hættu nú alveg!“, sagði Biden.