Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vonast eftir fríverslunarsamningi fyrir áramót

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RUV
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonast til þess að hægt verði að ganga frá fríverslunarsamningi við Breta áður en þeir yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin.

Hann segir bráðabirgðasamkomulag sem EFTA ríkin gerðu við Bretland í fyrra eigi að tryggja óheft viðskipti milli landanna ef samningaviðræður dragast á langinn.

„Þetta hefur gengið vel þrátt fyrir að umhverfið hafi verið okkur mjög mótdrægt. Auðvitað hefur Covid ofan á allt annað ekki hjálpað til en það breytir því ekki að gangur í viðræðunum hefur verið góður og við erum búin að vera að vinna með Bretum sleitulaust í þessu. Þannig að við erum enn þá með það á stefnuskrá að reyna að klára þetta fyrir áramótin en auðvitað er skammur tími og þess vegna er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Guðlaugur Þór. 

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV