Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Þríeykið og Ingibjörg Lilja verða á fundinum í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarir
Almannavarnir ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Á fundinum mun þríeykið; þau Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir svörum. Að auki verður þar Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá Almannavörnum og ritstjóri covid.is.

Á fundinum verður farið yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 

Tölur um fjölda smita sem greindist í gær verða birtar klukkan 11.

Í fyrradag greindust 45 smit innanlands. Þar af voru 21 í sóttkví. Hlutfall smita af þeim sýnum sem voru greind var 2,6%.