Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Metfjöldi kórónuveirusmita í Þýskalandi

22.10.2020 - 03:24
epa08569335 A traveller from SARS-CoV-2 risk areas of Serbia and Macedonia lines up to be tested for COVID-19 at the Corona Test Center at the airport in Dortmund, Germany, 27 July 2020. German Minister of Health Spahn ordered that starting next week all travel returnees from risk areas must be tested for the coronavirus. Already since the weekend voluntary tests for returnees from risk areas are possible at several German airports, as without testing a 14-day quarantine is mandatory.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
Frá flugvellinum í Dortmund.  Mynd: EPA
Alls greindust 11.287 ný kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær samkvæmt upplýsingum Robert Koch stofnunarinnar. Það er mesti fjöldi nýrra smita á einum sólarhring þar í landi frá því að faraldurinn braust út.

Það er mikil fjölgun frá deginum áður og langan veg frá næst mesta fjölda greindra smita sem var síðastliðinn föstudag. Þá greindust 7.830 ný smit. 

Tæp tíu þúsund hafa látist af völdum COVID-19 í Þýskaland og tæplega 400 þúsund hafa greinst með veiruna.