Alls greindust 11.287 ný kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær samkvæmt upplýsingum Robert Koch stofnunarinnar. Það er mesti fjöldi nýrra smita á einum sólarhring þar í landi frá því að faraldurinn braust út.
Það er mikil fjölgun frá deginum áður og langan veg frá næst mesta fjölda greindra smita sem var síðastliðinn föstudag. Þá greindust 7.830 ný smit.
Tæp tíu þúsund hafa látist af völdum COVID-19 í Þýskaland og tæplega 400 þúsund hafa greinst með veiruna.