Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár

Mynd með færslu
Heimavellir byrja á næstunni að leigja út íbúðir í Bryggjuhverfi Mynd:
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.

Þetta sýnir mæling vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands sem birt er á vef stofnunarinnar.

Í samantekt Hagstofu um rannsóknina segir að nú sé mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár. Með því er átt við þörf fyrir atvinnu, bæði hjá þeim sem eru atvinnulausir,  þeim sem eru í hlutastarfi en vilja vinna meira og þá sem eru án vinnu en eru ekki að leita að henni eða geta ekki hafið störf fljótlega.

Þar kemur fram að atvinnuþátttaka hafi dregist saman um 0,9% síðan í september í fyrra og atvinnuleysi hafi aukist um 0,8% á sama tíma. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni telst fólk ekki atvinnulaust nema það sé án vinnu, sé í virkri atvinnuleit og geti hafið störf innan tveggja vikna.  Því séu margir, sem séu án vinnu og séu í daglegu tali séu sagðir atvinnulausir, ekki taldir með í rannsókninni því að oft sé óvissa um ráðningarsamband við fyrri vinnuveitanda og fólk viti ekki hvort það fái fyrra starf aftur.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir