Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Lögregla kemur á fund allsherjarnefndar vegna fánanna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum, var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun.

Tilefni beiðnar Þórhildar Sunnu var mynd, sem birtist á mbl.is í gær af lögreglukonu sem bar þrjá fána á vesti sínu. Myndinni var deilt víða á samfélagsmiðlum í gær og var því verið haldið fram að einhverjir þeirra tengist hatursorðræðu eða ýttu undir slíkt.

Að sögn Þórhildar Sunnu var beiðnin samþykkt af fjórðungi nefndarmanna, en það hlutfall dugar til samþykkis. Ekki verður af heimsókn lögreglunnar fyrr en í fyrsta lagi 5. nóvember þegar nefndin kemur næst saman.