Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kvöldfréttir: Útgerðin stofnaði áhöfn skipsins í hættu

22.10.2020 - 18:50
Útgerð togarans Júlíusar Geirmundssonar stofnaði áhöfn skipsins í hættu með því að hafna ítrekuðum beiðnum heilbrigðisyfirvalda um að fara í land þegar sjómennirnir sýndu Covid-einkenni. Þetta fullyrða forsvarsmenn verkalýðsfélaga sjómanna.

Að minnsta kosti 88 smit eru rakin til líkamsræktarstöðva í þriðju bylgju faraldursins. Sóttvarnalæknir segir leitt að misvísandi reglur hafi valdið óróa. Heilbrigðisráðherra segir eðlilegt að misstíga sig einhvers staðar á leiðinni.

Hátt í fimmtíu milljónir Frakka mega ekki vera á ferli að næturlagi næstu sex vikurnar. Spánn og Frakkland eru fyrstu lönd Vestur-Evrópu þar sem greinst hafa milljón Covid-19 tilfelli.

Kynþáttafordómar innan lögreglunnar verða ekki liðnir, segir dómsmálaráðherra. Mikilvægt sé þó að dæma ekki heila stétt vegna lögregluþjóns sem bar umdeild merki á búningi sínum. 

Bæði Rússar og Íranar hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum, að sögn yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók í gær í fyrsta sinn beinan þátt í kosningabaráttunni.