Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Írar eiga að halda sig heima næstu vikur

22.10.2020 - 13:13
epa08762268 A couple have a drink outside a pub in Dublin City, Ireland, 21 October 2020. The Irish government has announced level 5 restrictions for the whole country from 22 October 2020, which will see all unessential retail shops, restaurants, and bars close for six weeks. Cases of COVID-19 have been rising in Ireland for the past number of weeks.  EPA-EFE/AIDAN CRAWLEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rekstur fjölmargra fyrirtækja stöðvaðist í dag víðs vegar um Írland vegna ströngustu sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í Evrópu í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Landsmönnum, fimm milljónum talsins, hefur verið skipað að halda sig sem mest heima næstu sex vikur.

Öllum verslunum hefur verið lokað, nema þeim sem selja brýnustu nauðsynjar. Fólk má fara til og frá vinnu og þeir sem vilja viðra sig mega ekki fara lengra en fimm kílómetra frá heimilum sínum. Víða í Evrópu eru strangar sóttvarnarreglur í gildi, svo sem í Póllandi, Tékklandi, Frakklandi og á Ítalíu svo nokkur lönd séu  nefnd. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV