Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.

Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni á næstu dögum.

Aukin hætta er á grjóthruni og skriðum á Reykjanesskaga og í fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á meðan á hrinunni stendur, samkvæmt því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.