Viðræðum um framtíðarsamning miðar vel
Þessir samningar gilda uns endanlegir fríverslunarsamningar takast að sögn heimildarmanns AFP, sem bætti við að góður gangur væri í samningaviðræðum um framtíðarsamning.
Viðræður Breta og ESB hefjast á ný
Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskipti eftir Brexit hefjast að nýju síðar í dag er Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kemur til Lundúna til fundar við David Frost, aðalsamningamann bresku stjórnarinnar. Mikið ber enn í milli í þeim viðræðum og í síðustu viku lá við að þeim yrði endanlega slitið án samnings er Bretar brugðust illa við samþykktum leiðtoga ESB-ríkjanna.
Michel ítrekar samstöðu ESB ríkja
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, ítrekaði í gær í Evrópuþinginu að sambandið vildi ná samningum - en ekki hvað sem það kostaði. Það er 100 prósent samstaða á meðal okkar, sagði Michel.
Ætla hittast virka daga og helgar
Ætlunin er að samninganefndir hittist á hverjum degi, virka daga og um helgar, uns samningar hafa tekist. Helstu óleystu ágreiningsefnin eru fiskveiðar, samkeppnisstaða fyrirtækja og hvernig leysa eigi deilumál.