Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti

Mynd með færslu
 Mynd: daði freyr

Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti

22.10.2020 - 10:51
Lag Daða og Gagnamagnsins hefur heldur betur slegið í gegn út um allan heim. Á laugardaginn hefst ný þáttaröð af raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing á BBC og eitt dansparið dansar við lagið Think About Things í fyrsta þætti.

Strictly Come Dancing eru gífurlega vinsælir í Bretlandi. Ný þáttaröð hefst á laugardag og 12 pör keppa til úrslita. Hvert par er skipað þekktum einstakling og svo atvinnudansara. 

Dansparið Jamie og Karen dansa Cha Cha Cha við lag Daða og Gagnamagnsins, Think About Things. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þau taka sporin sem Daði og Gagnamagnið tóku í Söngvakeppninni.

Daði tísti á Twitter þegar tilkynningin kom frá BBC um hvaða lög pörin myndu dansa við og var þá fljótur að velja með hverjum hann heldur í keppninni.

Tónlistarmyndbandið við lagið Think About Things er nú komið með næstum 20 milljónir spilana á YouTube. Dansin við lagið vakti mikla athygli og hafa margir deilt myndbandi af sér taka dansinn á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, út um allan heim.