Strictly Come Dancing eru gífurlega vinsælir í Bretlandi. Ný þáttaröð hefst á laugardag og 12 pör keppa til úrslita. Hvert par er skipað þekktum einstakling og svo atvinnudansara.
Dansparið Jamie og Karen dansa Cha Cha Cha við lag Daða og Gagnamagnsins, Think About Things. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þau taka sporin sem Daði og Gagnamagnið tóku í Söngvakeppninni.
Daði tísti á Twitter þegar tilkynningin kom frá BBC um hvaða lög pörin myndu dansa við og var þá fljótur að velja með hverjum hann heldur í keppninni.