Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Banaslys varð í malarnámu í Lambafelli í Þrengslum

Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í gær eða í morgun. Lögregla telur er að slysið hafi orðið einhvern tíma milli ellefu í gærkvöldi og til morguns. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna.

Maðurinn ók jarðýtu til að losa malarefni í fjallinu og ýta fram af fjallsbrúninni. Tilkynning barst Neyðarlínu um slysið klukkan sjö í morgun og fannst maðurinn látinn á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar sem veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Óska eftir upplýsingum frá vegfarendum

Lögregla óskar eftir upplýsingum frá vegfarendum sem áttu leið um Þrengslaveg eftir ellefu í gær svo sem hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar.  Þeim er bent á að hafa samband í síma 444 2000, í tölvupósti á [email protected] eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV