Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hótelkeðja Trumps með reikning í kínverskum banka

21.10.2020 - 07:07
epa08335586 US President Donald J. Trump participates in a news briefing by members of the Coronavirus Task Force at the White House, Washington, DC, USA, 31 March 2020.  EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - Polaris POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt að eiga bankareikning í kínverskum banka.

BBC hefur þetta eftir New York Times, sem fékk upplýsingarnar þegar blaðið var að grennslast fyrir um skattamál forsetans.

Reikningurinn er á nafni hótelkeðju í eigu forsetans og var stofnað til hans þegar verið var að kanna möguleika á hótelrekstri í Asíu, að sögn talsmanns forsetans. Á árunum 2013 til 2015 voru greiddir ríflega 188 þúsund Bandaríkjadalir sem skattar í Kína af reikningnum.

Trump forseti hefur verið afar gagnrýninn á þau bandarísku fyrirtæki sem reyna fyrir sér í Kína og á valdatíð hans hófst viðskiptastríð milli ríkjanna. Talsmaður hótelkeðjunnar segir enga starfsemi hafa verið í Kína á vegum hennar frá árinu 2015.