Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Flugvirkjar hjá Gæslunni boða verkfall

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - Aðsend mynd
Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast á miðnætti 5. nóvember næstkomandi, hafi ekki samist fyrir þann tíma.

 

Frá þessu er greint á vefsíðu ríkissáttasemjara.

Þar segir að 18 flugvirkjar hafi verið á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 14 sögðu já eða 87,5%, tveir tóku ekki afstöðu eða 12,5%.

Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga um Landhelgisgæslu Íslands.

Áður boðuðu verkfalli sem átti að hefjast 28. október var aflýst.