Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þetta má og má ekki frá deginum í dag

20.10.2020 - 18:38
Mynd: Alma Ómarsdóttir / RÚV
Ný reglugerð um samkomubann tók gildi í dag og gildir til 3. nóvember. Áfram verða harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar næstu tvær vikurnar, en mega vera opnar annars staðar á landinu.

Skipu­lagt íþrótta­starf á vegum ÍSÍ sem krefst snert­ingar eða notk­unar á sam­eig­in­legum bún­aði er bannað í borginni, en ekki á lands­byggðinni.

Fjöldatakmörkun miðast við tuttugu manns um allt land, nema í jarðarförum, þar mega fimmtíu vera viðstaddir, og í matvöruverslunum mega allt að tvö hundruð vera inni í einu.

Tveggja metra regla er alls staðar, annars skal nota grímu. Þjónusta sem krefst nálægðar, svo sem hársnyrting og nudd, er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en leyfð annars staðar, ef notuð er gríma.

Skemmtistaðir, krár og spilasalir eru lokaðir. Veitingastaðir mega hafa opið til klukkan ellefu, nema á höfuðborgarsvæðinu, þar þurfa þeir að loka klukkan níu.

Líkamsræktarstöðvar mega bjóða upp á skipulagða hóptíma, án snertingar eða nándar. Æfing í tækjasal er bönnuð. Golfiðkun á höfuðborgarsvæðinu er aftur leyfileg. 

Íþróttir barna á höfuðborgarsvæðinu eru leyfðar án snertingar. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra er skólasund leyft og skólaíþróttir barna sömuleiðis leyfilegar. Aftur á móti hafa skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að öll íþróttakennsla fari fram utandyra og skólasund falli niður. Öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð næstu vikuna.

Hér má lesa reglugerð heilbrigðisráðherra.

 

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV