Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skalf í miðju Kveiksviðtali – „Hvað var þetta?“

20.10.2020 - 15:57
Mynd: RÚV / RÚV
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sem er á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöldum er að undirbúa umfjöllun sína um COVID-19. Liður í því er að ræða við Hilmu Hólm, rannsakanda hjá deCode. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður var í miðri spurningu þegar jarðskjálfti, 5,6 að stærð, reið yfir.

Ingólfi Bjarna stóð augljóslega ekki á sama og spurði „Hvað var þetta?“, og velti fyrir sér hvort þarna hafi verið jarðskjálfti eða stór sprengja sprungið í nágrenninu. Hilma ákvað að koma sér í öruggt skjól, fjarri myndavélunum. Hægt er að sjá viðtalsbútinn hér að ofan.

Fjöldi eftirskjálfta hafa riðið yfir eftir þann stóra klukkan 13:43. Tveir þeirra hafa verið stærri en 4 og á annan tug stærri en 3.