„Sitjiði róleg bara, sitjiði róleg. Þetta var alvöru sko,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í kjölfarið.
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan hálf tvö, með umræðu um störf þingsins. Klukkan korter yfir tvö hefst sérstök umræða um loftslagsmál. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er málshefjandi og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er til andsvara.
Að því loknu eru á dagskrá þrjú frumvörp sem snúa að aðgerðum vegna COVID, eitt um greiðslu ríkisins á hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti frá efnahags- og viðskiptanefnd. Tvö frumvörp eru frá fjármála- og efnahagsráðherra, um framhald á lokunarstyrkjum og nýtt þingmál um styrki til hendur þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem verða fyrir tekjufalli vegna efnahagsáhrifa COVID-19 faraldursins.