Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ráðherrann á meðal sjö efstu þátta Prix Europa

Mynd með færslu
 Mynd: Lilja Jónsdóttir

Ráðherrann á meðal sjö efstu þátta Prix Europa

20.10.2020 - 11:15

Höfundar

Ráðherrann er á meðal sjö þáttaraða sem tilnefndar eru til evrópsku ljósvakaverðlaunanna, Prix Europa, í ár. Verðlaunin verða afhent 27. október.

Alls voru 26 evrópskar þáttaraðir tilnefndar til Prix Europa-verðlaunanna í flokki leikins efnis. Í dag var tilkynnt hvaða þáttaraðir komast í gegnum fyrsta niðurskurð áður en verðlaunin verða afhent, 27. október

Sjö þáttaraðir eru þar efst á blaði, þar af eru fjórar norrænar. Það eru Rauhantekijä frá Finnlandi, Der Überläufer frá Þýskalandi, Die Kinder von Windermere frá Þýskalandi, Ráðherrann frá Íslandi, 22. juli frá Noregi, Kalifat frá Svíþjóð og Anthony frá Englandi.

Ráðherrann fjallar um Benedikt Ríkarðsson, guðfræðing sem dregst inn í pólítík, gerist formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands.  Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á andlegum veikindum hjá honum og þá þarf samstarfsfólk hans að leggja stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni.

Þættirnir hafa verið tilnefndir til sjónvarpsverðlauna í Feneyjum og nýverið voru fluttar fregnir af því að þeir hafi verið seldir til sýninga í Bandaríkjunum og víðar. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm í samstarfi við RÚV, Cineflix Rights sem dreifir þáttunum á heimsvísu, DR, NRK, SVT, YLE, Lumiere, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Nordisk Film and TV Fund og MEDIA Creative Europe og nýtur endurgreiðslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

4 atriði í Ráðherranum sem gátu orðið kynlífsatriði

Sjónvarp

Ráðherrann seldur til Bandaríkjanna og víðar

Sjónvarp

Ráðherrann tilnefndur til verðlauna í Feneyjum

Sjónvarp

Ráðherrann tilnefndur til PRIX Europa-verðlaunanna