Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Óvenju mörg illviðri á Atlantshafi

Mynd: EPA-EFE / EPA
Óvenju mörg illviðri hafa geisað á Atlantshafi í ár og stefnir í að fleiri stormar fái eigið nafn en nokkru sinni fyrr. Tuttugasti og sjötti stormurinn í ár var í gær nefndur Epsilon. Hann gæti gengið á land á Bermúda-eyjum síðar í vikunni.

Epsilon 26. illviðrið sem fær nafn í ár

Veðurfræðingar vestanhafs fylgjast nú með nýrri djúpri lægð á Atlantshafi sem hefur fengið nafnið Epsilon. Búist er við að Epsilon verði orðinn að fellibyl síðar í vikunni og gæti þá gengið á land á Bermúda-eyjum. Þegar vindhæð í stormum fer yfir 63 kílómetra á klukkustund fá djúpar lægðir og fellibyljir nöfn. Fyrsta illviðrið fær nafn sem byrjar á bókstafnum A, svo er farið eftir enska stafrófinu og dugi það ekki til er gripið til gríska stafrófsins. Sú er raunin í ár, þegar fleiri stormar hafa fengið eigið nafn en nokkru sinni frá árinu 2005.

2005 metið fellur líklega

Árið 2005 fengu 27 stormar og fellibyljir nöfn, nafnið Epsilon var þá notað um storm sem geisaði seint í nóvember. Eitt illviðrana það árið var fellbylurinn Katrína, sem olli mikilli eyðilegginu í New Orleans og víðar í Bandaríkjunum. Talið er að tæplega 2000 manns hafi látið lífið af völdum ofsaveðursins. 
Fellibyljatíminn er skilgreindur til loka nóvember svo verulegar líkur eru á því að met verði sett á þessu ári.

Loftslagsbreytingar af mannvöldum

Margir tengja þetta við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrir nokkrum dögum að í nýrri skýrslu samtakanna kæmi fram að á síðustu tuttugu árum hefðu stormar, þurrkar, gróðureldar og mjög hár loftihiti herjað á jörðina í miklu meira mæli en áður.

Vísindavefurinn um nöfn fellibylja

Í grein á Vísindavef Háskóla Íslands er fjallað um nöfn fellibylja, þar segir meðal annars:

„Bandaríska veðurstofan var fyrst til að taka upp á þeim sið að nefna fellibylji mannanöfnum eftir ákveðnu kerfi. Það var árið 1953 og í fyrstu voru aðeins kvenmannsnöfn notuð. Alþjóða veðurfræðistofnunin tók síðar að sér nafngiftirnar og árin 1978-1979 þótti ekki lengur við hæfi að kvengera alla fellibylji og því voru nöfn karla notuð til jafns við kvenmannsnöfnin. Sex listar með nöfnum eru notaðir yfir fellibylji á Atlantshafinu. Nöfnin sem eru notuð 2020 verða þess vegna næst notuð árið 2026. Hér er hægt að skoða nöfnin á listunum.fékk og geta þá verið kallaðar „leifar af fellibylnum X“, þar sem X-ið er upprunalegt nafn fellibylsins."