Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Katrín fann jarðskjálftann í beinni í miðju viðtali

20.10.2020 - 14:24
Mynd með færslu
 Mynd: Washington Post - Skjáskot
„Guð minn góður þetta er jarðskjálfti,“ hrópaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upp yfir sig í miðju viðtali í beinni útsendingu á Facebook síðu Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir. Á myndskeiðinu sést vel að allt leikur í reiðiskjálfi á skrifstofu Katrínar.

Forsætisráðherra var mætt í viðtal til þess að ræða viðbrögð íslenskra stjórnvalda við COVID-19 farsóttinni en þegar um þrettán og hálf mínúta er liðin af viðtalinu kemur sá stóri. Katrínu er augljóslega brugðið í fyrstu en hún jafnar sig fljótt og fullvissar fréttamanninn um að allt sé í fínu lagi. „Jæja, þetta er Ísland,“ segir hún svo og heldur áfram að svara spurningunni.

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV