Naser hafði misst úr fjögur lyfjapróf á tímabilinu 1. janúar 2019 til 24. janúar 2020 sem er óleyfilegt. Bannið stendur þó ekki og er ástæðan sú að lyfjaeftirlitsfulltrúi sem átti að sæja Naser heim til að taka hana í lyfjapróf þann 12. apríl í fyrra varð á í messunni. Hann bankaði nefnilega á ranga hurð á fjölbýlishúsi sem Naser dvaldi í. Raunar bankaði lyfjaeftirlitsfulltrúinn drykklanga stund á hurð á geymslu og því ekki nema von að enginn hafi svarað.
Þetta var tekið til greina í málsvörn Naser og varð til þess að hún vann áfrýjun málsins. Naser þarf því ekki að fara í keppnisbann.