Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Heimsmeistari sleppur við bann

epa08467038 (FILE) - Salwa Eid Naser of Bahrain reacts after crossing the finish line to win the women's 400m final at the IAAF World Athletics Championships 2019 at the Khalifa Stadium in Doha, Qatar, 03 October 2019 (re-issued on 05 June 2020). Salwa Eid Naser has been provisionally banned for failing to make herself available for anti-doping tests, the Athletics Integrity Unit (AIU) confirmed on 05 June 2020. The 400m world champion could face a ban of up to two years for the whereabouts violation.  EPA-EFE/SRDJAN SUKI
 Mynd: EPA

Heimsmeistari sleppur við bann

20.10.2020 - 16:09
Salwa Eid Naser frá Barein, heimsmeistari í 400 m hlaupi kvenna frá því á HM í frjálsum íþróttum í Doha 2019 verður ekki sett í keppnisbann þrátt fyrir að hafa misst af lyfjaprófi. Naser var upphaflega dæmd í bann í júní sem nú hefur verið aflétt.

Naser hafði misst úr fjögur lyfjapróf á tímabilinu 1. janúar 2019 til 24. janúar 2020 sem er óleyfilegt. Bannið stendur þó ekki og er ástæðan  sú að lyfjaeftirlitsfulltrúi sem átti að sæja Naser heim til að taka hana í lyfjapróf þann 12. apríl í fyrra varð á í messunni. Hann bankaði nefnilega á ranga hurð á fjölbýlishúsi sem Naser dvaldi í. Raunar bankaði lyfjaeftirlitsfulltrúinn drykklanga stund á hurð á geymslu og því ekki nema von að enginn hafi svarað.

Þetta var tekið til greina í málsvörn Naser og varð til þess að hún vann áfrýjun málsins. Naser þarf því ekki að fara í keppnisbann.