Fulltrúar íþróttafélaganna í Reykjavík og íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar sitja nú á fundi þar sem rætt er um hvernig hátta skuli íþróttastarfi næstu vikurnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar, segir mjög óljóst hvernig eigi að vinna eftir hertum sóttvarnareglum.