62 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 33 þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví en það er þónokkuð hærra hlutfall en verið hefur síðustu daga.
Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 277,6. Það lækkaði örlítið milli daga en í gær var það 287,7. Alls voru 2.079 sýni tekin innanlands í gær sem er svipaður fjöldi og flesta virku dagana í síðustu viku.
Nú eru 1.252 í einangrun, og þeim hefur fjölgað um átján frá því í gær. Alls eru 2.878 í sóttkví.