Mynd: Reykjavíkurborg

Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.
Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
19.10.2020 - 15:28
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Samkvæmt Veitum lagði megna lykt um hreinsistöðina, en olían kom frá notanda í kerfinu. Þar sem hreinsistöðin tekur við fráveituvati frá stórum hluta höfuðborgarsvæðisins er hins vegar afar erfitt að rekja uppruna mengunarinnar.
Heilbrigðiseftirlitið vill því minna á að tilkynna þarf óhapp þegar olía eða önnur mengandi efni berast í fráveitu. Nauðsynlegt er að geyma olíu- og spilliefni á viðeigandi hátt og ekki í nágrenni við niðurföll.
Auk þess sem fyrirtæki eru hvatt til að kanna búnað sinn, þá eru þau jafnframt beðin um að skoða geymslu á úrgangsolíu og stöðu í tönkum. Nauðsynlegt sé að bregðast fljótt við til að lágmarka skaða sem þennan.