Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Stór jarðskjálfti í Alaska– 7,5 að stærð

19.10.2020 - 22:29
Mynd með færslu
 Mynd: NWS - RÚV
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á suðurströnd Alaska í Bandaríkjunum í kjölfar jarðskjálfta að stærð reið þar yfir í kvöld. Engar fregnir hafa borist af mannfalli eða tjóni.

Skjálftinn átti upptök sín um 90 kílómetra suður af bænum Sand Point og á um 40 kílómetra dýpi í norðanverðu Kyrrahafi. Nokkrir eftirskjálftar að stærðinni 5 til 5.2 hafa mælst í kjölfar skjálftans. 

Bandaríska veðurstofan hvetur fólk sem er í nálægð við sjó að færa sig ofar inn til landsins.  

Áhrifasvæði mögulegrar flóðbylgju nær yfir stóran hluta suðurstrandar Alaska. Verið er að meta hættu á flóðbylgju og hversu umfangsmikil hún yrði. Stærsta borg Alaska, Anchorage er utan áhættusvæðisins samkvæmt Haf og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA).

Jarfræðistofnun Bandaríkjanna telur litlar líkur á mannfalli eða tjóni af völdum skjáltands sjálfs. Skjálftinn fannst víða, og birti miðillinn Anchorage Daily News myndskeið af því þegar skjálftinn gekk yfir í Cold Bay. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV