Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Meðlimir Sigur Rósar ósáttir við skattalög á Íslandi

Mynd: Freyr Gígja / RÚV
Núverandi og fyrrverandi meðlimir Sigurrósar sendu í dag frá sér tilkyningu þar sem þeir fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að skattalög sem þeir segja ósanngjörn og grimmileg verði tekin til endurskoðunar. Þeir segja löggjöfin var til skammar fyrir Ísland og neita að hafa meðvitað skotið undan skatti.

Yfirlýsingin er send út í nafni meðlina Sigurrósar, bæði núverandi og fyrrverandi. Segjast þeir ekki hafa verið upplýsir eða meðvitaðir um að bókhald þeirra hér á landi hafi verið í ólestri. Tónlistarmennirnir eru ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur fyrir um 150 milljónir króna.

Rætt var við Georg Hólm, einn meðlima Sigur Rósar í Síðdegisútvarpinu í dag. Það má heyra í heild sinni hér að ofan. 

Í yfirlýsingunni segir að hljómsveitarmeðlimir hafi sýnt skattrannsóknaryfirvöldum, bæði Skattrannsóknarstjóra og Ríkisskattstjóra samstarfsvilja og viljað endurgreiða alla ógreidda skatta og sektir. Sú upphæð hafi verið um 150 prósent af upphaflegri fjárhæð.  

Treystu endurskoðandanum

Saksóknari hafi hins vegar séð ástæðu til að ákæra þá fyrir brot á sama tímabili og þeir telja sig hafa gert upp við Ríkisskattstjóra. Í því felist tvöföld refsing. Þeir hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu, en viðurkenna að hafa treyst endurskoðanda sínum til að halda utan um bókhaldsmál sín.

Þeir segja að fjölmörg sambærileg mál séu í réttarkerfinu þar sem tvöföld málsmeðferð viðgangist. Þrjú slík mál hafi verið tekin fyrir hjá Mannréttindadómstóli Evrópu seinustu ár. Þar hafi verið úrskurðað sækjanda í hag, en Íslenskir dómstólar hafi ákveðið að hunsa þá úrskurði. 

 

Allir liðsmenn Sigur Rósar nema Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattaframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014.  Kjartan er í ákærunni sinni sagður hafa staðið skil á efnislega röngum skattaframtölum árin 2012 og 2014.

Í ákærunni á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, er honum gefið að sök að hafa komið sér undan greiðslu tekjuskatts upp á rúmar þrjátíu milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á 13 milljónir. Í ákærunni kemur fram að hann hafi látið undir höfði leggjast að telja fram tekjur upp á 75 milljónir og arðgreiðslu uppá 67 milljónir.

Endurskoðandi Sigur Rósar er jafnframt sagður ekki  hafa staðið skil á skattframtölum Jóns Þórs gjaldárin 2014 og 2015. Með því er söngvarinn sagður hafa komist undan greiðslu tekjuskatts upp á 22,6 milljónir og fjármagnstekjuskatts upp á 10 milljónir.

Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir að hafa komist hjá greiðslu tekjuskatts upp á 35 milljónir og fjármagnstekjuskatts upp á 9,5 milljónir. Tekjur Georgs á þessu tímabili sem ákæran tekur til námu, samkvæmt ákærunni, 79 milljónum og arðgreiðslur 47 milljónir.

Kjartan Sveinsson, sem sagði skilið við Sigur Rós fyrir sjö árum, er einnig ákærður.  Hann er sagður hafa komist hjá því að greiða tekjuskatt upp á rúmar 18 milljónir vegna tekna sem hann var með en þær námu, samkvæmt ákæru saksóknara, 42 milljónum. 

Orri Páll Dýrason, sem hætti í Sigur Rós í október 2018, er ákærður fyrir að hafa komist hjá greiðslu tekjuskatts upp á 36 milljónir og fjármagnstekjuskatt upp á 9,5 milljónir. Orri Páll var með tekjur upp á 81 milljónum á þessu tímabili og fékk arðgreiðslu upp á 47 milljónir. 

Vísað aftur í hérað í febrúar

Landréttur vísaði máli fjórmenninganna aftur til héraðsdóms í febrúar á þessu ári. Krafa liðsmanna Sigur Rósar um frávísun var byggð á reglu um bann við tvöfaldri málsmeðferð. Þeir töldu að þeim hefði verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir voru ákærðir fyrir. 

Yfirlýsingu Sigurrósar má lesa hér að neðan, en hún er öll á ensku;

 

Reykjavik, October 19th 2020 Sigur Ros, one of Iceland’s biggest cultural exports of recent decades, are calling on the Icelandic government to urgently review the country’s “unjust and draconian” tax laws, which have left them on the brink of financial ruin ahead of their forthcoming court case for tax evasion. Accounting errors by the band’s financial advisors including one of the world’s biggest accounting firms, left them owing hundreds of millions of Icelandic kronur in taxes for the period 2011-2014 and being charged with tax evasion by the country’s directorate of Internal Revenue (The RSK), a charge they strongly deny. Following a full investigation by The SRS [Directorate of Tax Investigations] the band fully cooperated with The RSK and agreed with both their findings and the subsequent ruling that they should pay back all outstanding historical taxes and fines which amounted to 150% of the original bill. This in turn led to each of the individual band member’s assets, valued at well in excess of the value of the outstanding taxes and fines, being frozen indefinitely. In addition to this agreement with The RSK they were subsequently pursued separately by the Icelandic District Attorney for further fines and sentencing relating to the same period, a move that the band felt was an unjustified double jeopardy prosecution. In 2018 the District Court in Iceland adjudicated that the band did not have a case to answer and dismissed the action, ruling that the decision by the country’s tax authorities to investigate and prosecute the band twice was without merit. However, the country’s High Court subsequently opted to uphold the original prosecution. In light of concerns raised about the fairness and legality of this policy the Icelandic government recently took the decision to pause its pursuit of double jeopardy prosecutions with a view to amending the legislation, but over 100 cases, including that of Sigur Ros, remain open are still being aggressively pursued through the courts. In recent years three similar cases have been taken before the European Court of Human Rights ending with a judgement in favour of the plaintiffs and all three of the appeals being upheld. However, the Icelandic courts have to date chosen to ignore all of these rulings. Sigur Ros have now decided to speak out and highlight what they perceive to be their unjust prosecution by Iceland’s government that has left them and many others in financial limbo for several years. A joint statement from all four members of the band , Kjartan Sveinsson, Jonsi Birgisson, Georg Holm and Orri Dyrason said , “Since we discovered that our financial advisors had seriously misled us over our tax liabilities for the period 2011-2014 we have trusted in the judicial process, which we truly believed would exonerate us of any wilful wrongdoing. We have always provided our full cooperation to all investigations and reached an agreement with the Icelandic tax authorities to pay what we owed plus interest and fines. However, in the intervening years we have become victims of an unjust and draconian prosecution by the Icelandic government who are unfairly seeking to portray us as deliberate tax evaders, something we have always and continue to strongly deny. We have been charged and tried twice for the same offence, our assets have been frozen for years now, we are facing potential financial ruin and as such we are calling on the Icelandic government to revoke these outdated double jeopardy tax laws, which have affected numerous Icelandic businesses. The Icelandic government has now paused any further prosecutions as a result of these concerns but is still actively pursuing over 100 open cases, which is contradictory and makes no sense at all. We want to shine a light on systemic failures rather than individuals. We know that the legislation is broken and that the courts have their hands tied at present. This needs to be urgently addressed. We are fortunate to have a platform in order to speak out about this and we do so not just for ourselves but for the many others who have been caught up in this shameful failure of the Icelandic legal system, which does nothing but embarrass our country.”