Tilkynnt var um verðlaunahafa Opus Klassik verðlaunahátíðarinnar í september en verðlaunin voru afhent í sjónvarpsútsendingu í gær á ZDF. Víkingur Heiðar tók þar á móti verðlaunum annað árið í röð sem besti einleikari á píanó fyrir flutning sinn á verkum frönsku tónskáldanna Debussy og Rameau. Víkingur steig á svið í útsendingunni og flutti þar tónlist.