Hildur og Víkingur taka á móti Opus-verðlaunum

Víkingur Heiðar Ólafsson og Hildur Guðnadóttir hljóta verðlaun Opus Klassik.
 Mynd: Samsett - Opus Klassik/ZDF

Hildur og Víkingur taka á móti Opus-verðlaunum

19.10.2020 - 12:18

Höfundar

Opus Klassik verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsinu í Berlín. Víkingur Heiðar Ólafsson og Hildur Guðnadóttir veittu þar verðlaunum viðtöku.

Tilkynnt var um verðlaunahafa Opus Klassik verðlaunahátíðarinnar í september en verðlaunin voru afhent í sjónvarpsútsendingu í gær á ZDF. Víkingur Heiðar tók þar á móti verðlaunum annað árið í röð sem besti einleikari á píanó fyrir flutning sinn á verkum frönsku tónskáldanna Debussy og Rameau. Víkingur steig á svið í útsendingunni og flutti þar tónlist.

Hildur Guðnadóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson hljóta verðlaun Opus Klassik í Þýskalandi.
 Mynd: Opus Klassik
Þetta er annað árið í röð sem Víkingur hlýtur verðlaun Opus Klassik.

Hildur Guðnadóttir gat ekki verið viðstödd athöfnina en flutti ávarp í gegnum fjarfundabúnað. Hún hlýtur verðlaunin fyrir „nýstárlegustu tónleika ársins“. Benedikt Kristjánsson tenór hlaut verðlaun í sama flokki fyrir ári. 

Hildur Guðnadóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson hljóta verðlaun Opus Klassik í Þýskalandi.
 Mynd: Opus Klassik
Hildur ávarpaði gesti og sjónvarpsáhorfendur í gegnum fjarfundabúnað.

Meðal annarra verðlaunahafa voru Daniel Behle, Marlis Petersen og Elīna Garanča sem söngvarar ársins, Anne-Sophie Mutter sem fiðluleikari ársins og heiðursverðlaun fékk Rudolf Buchbinder.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Hildur Guðna og Víkingur verðlaunuð í Þýskalandi

Klassísk tónlist

Víkingur og Benedikt verðlaunaðir í Þýskalandi