Gaman að sjá Ófeig reka olnbogana utan í smásagnaformið

Mynd: RÚV / RÚV

Gaman að sjá Ófeig reka olnbogana utan í smásagnaformið

19.10.2020 - 15:18

Höfundar

Draumar eru í veigamiklu hlutverki í fyrsta smásagnasafni Ófeigs Sigurðssonar, sem hefur hingað til breitt vel úr sér í stórum skáldsögum. „Bráðskemmtileg lesning,“ segja gagnrýnendur Kiljunnar.

„Þrátt fyrir alla þessa vá og ógn sem maður finnur að grúfir yfir þá er svo mikil kímni og leikur í þessu hjá honum,“ segir Sunna Dís Másdóttir gagnrýnandi Kiljunnar um smásagnasafnið Váboða eftir Ófeig Sigurðsson.

„Það gerist eitthvað skemmtilegt þegar Ófeigur fer inn í smásöguna, skrifar litlar síður og rekur olnbogana utan í formið ... Eitthvað gaman við það líka að þetta er ekki beinlínis sagnasveigur, það er ekki eins og hann sé að skrifa inn einhvern svona ramma, samt eru tengingar og skírskotanir á milli sagna.“

Þorgeir Tryggvason tekur undir það og segja þau bókina vera bráðskemmtilega lesningu.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Biblíusögulegir tímar

Bókmenntir

Heimsbókmenntaleg tilraun sem spannar árþúsund

Bókmenntir

„Þetta er stórfljót“

Bókmenntir

Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson