Viðurkennir að hann hefði átt að hindra ferðalag

18.10.2020 - 14:35
epa08749547 Netherlands' Prime Minister Mark Rutte, wearing a face mask, looks on during a face-to-face meeting on the second day of a two days EU summit, in Brussels, Belgium, 16 October 2020.  EPA-EFE/KENZO TRIBOUILLARD / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Mark Rutte forsætisráðherra Hollands viðurkennir að hann hefði metið stöðuna rangt þegar hann kom ekki í veg fyrir að konungshjón landsins færu í frí til Grikklands í trássi við útgöngubann vegna farsóttarinnar.

Vilhjálmur Alexander konungur og Maxima drottning sneru til baka degi eftir að þau kom til Grikklands og sögðust taka til sín hörð viðbrögð almennings við ferðalaginu.

Rutte var harðlega gagnrýndur fyrir að koma ekki í veg fyrir ferðalag hjónanna. Hann segist í bréfi til hollenska þingsins hafa vitað að ferðalagið stæði til og hann hefði brugðist rangt við. Friðhelgi gildi um ferðalög konungs í einkaerindum, að teknu tilliti til almannahagsmuna. Rutte viðurkennir að það hafi verið á hans ábyrgð að ræða málið við konunginn. 

 

Þriðjungur allra nýrra smita greindist í Evrópu í gær, þar sem stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru grípa nú til æ harðari aðgerða til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar. Þessa dagana eru þau flest í Frakklandi, Bretlandi, Rússlandi, Hollandi og á Spáni.
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi