Vegagerðin varar við lúmskri hálku í nótt

18.10.2020 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÍV - Ágúst Ólafsson
Vegagerðin vekur athygli á að það kólnar norðantil á landinu. Á fjallvegum kemur til með að frysta með krapa, éljum og hálku. Á láglendi ætti að haldast frostlaust en á stöku stað verður lúmsk hálka í nótt og fyrramálið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að það verði vestlæg átt og væta með köflum fyrri part dags en síðan norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu síðdegis og rofar til sunnan heiða.

Áfram verður rigning um norðan-og austanvert landið og búast má við versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum. 

Á morgun er gert ráð fyrir bjartviðri á Vesturlandi en éljum á Norður-og Austurlandi.  Annað kvöld verður hægviðri og þá eru líkur á að það frysti víða.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi