Tugir mótmælenda handteknir í Minsk í gær

18.10.2020 - 04:39
epa08752791 Participants of women's peaceful solidarity action show victory signs, as they march with flags and flowers in Minsk, Belarus, 17 October 2020. Since two months after presidential elections in Belarus in August 2020, Opposition activists continue their protest actions, demanding new elections under international observation.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Um eða yfir 30 mótmælendur voru handteknir í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands í gær, laugardag. AP-fréttastofan hefur þetta eftir hvítrússnesku mannréttindasamtökunum Viasna. Hundruð stjórnarandstæðinga komu saman í miðborginni í gær til að mótmæla fölsuðum kosningaúrslitum, krefjast afsagnar forsetans Alexanders Lúkasjenkós og frelsis fyrir félaga sína, sem handteknir hafa verið í fyrri mótmælum.

Mótmæli hafa verið nær daglegur viðburður í Minsk síðan fyrir forsetakosningarnar í Hvíta Rússlandi í ágúst. Allt að hundrað þúsund manns mótmæltu meintum kosningasvikum forsetans og valdaklíku hans þegar mest var, en harkaleg framganga þungvopnaðra öryggissveita hers og lögreglu, fjöldahandtökur mótmælenda og frásagnir af pyntingum þeirra hafa dregið úr þátttöku upp á síðkastið.

Svetlana Tikanovskaja, forsetaframbjóðandi og nú útlægur leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi, hótaði Lúkasjenkó allsherjarverkfalli í landinu, léti hann ekki af embætti. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi