Þúsundir sýndu samstöðu og minntust Paty í París

18.10.2020 - 14:23
Hundreds of people gather on Republique square during a demonstration Sunday Oct. 18, 2020 in Paris. Demonstrations around France have been called in support of freedom of speech and to pay tribute to a French history teacher who was beheaded near Paris after discussing caricatures of Islam's Prophet Muhammad with his class. Samuel Paty was beheaded on Friday by a 18-year-old Moscow-born Chechen refugee who was shot dead by police. (AP Photo/Michel Euler)
 Mynd: AP
Þúsundir komu saman í París og fleiri borgum Frakklands í dag til að sýna samstöðu og minnast Samuels Paty, franska kennarans sem var myrtur í borginni á föstudag. Morðið hefur ýft upp gömul sár frá hryðjuverkunum 2015 þegar ráðist var inn á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo, en þar létu tólf lífið.

Þá kom um ein og hálf milljón manna saman á Lýðveldistorginu í París og minntu á grunngildi franska lýðveldisins, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Nú komu þúsundir saman á lýðveldistorginu en lýst verður yfir þjóðarsorg á miðvikudag vegna morðsins á miðvikudag. Þeir sem komu saman á lýðveldistorginu í dag voru með skilti sem lýstu stuðningi við kennara og tjáningarfrelsið. Paty var sögukennari og í byrjun október ræddi hann myndbirtingar Charlie Hebdo í kennslustund og birti sumar skopmyndanna af Múhameð spámanni, sem vöktu svo mikla reiði 2015. Slíkar myndbirtingar eru enn mjög umdeildar í Frakklandi en kennarar segja að það hafi beinlínis verið hlutverk Paty og starf hans að ræða við nemendur og fræða um það sem gerðist. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta væri eldfimt og bauð þeim nemendum sem líkaði ekki það sem yrði rætt í tímunum að sleppa þeim.

Eftir kennslustundina sem var í byrjun mánaðarins krafðist faðir eins nemendanna þess á samfélagsmiðlum á Paty yrði vikið frá störfum. Lögregla greindi frá því eftir morðið að Paty hefðu borist lífslátshótanir nokkrum dögum áður en ráðist var á hann. Mynd af Paty og játning, þess efnis að hann hefði framið morðið fundust í fórum Abdullah Anzorovs, Tétjenans sem varð Paty að bana. Hann var skömmu síðar skotinn til bana af lögreglumönnum.

Alls hafa ellefu verið handteknir vegna málsins. Þar á meðal eru fjórir úr fjölskyldu Anzorovs og faðir stúlku úr skólanum. Hann birti nafn Paty á samfélagsmiðlum og heimilisfang skólans nokkrum dögum fyrir árásina. Fregnir bárust af því í gær að árásarmaður hefði beðið fyrir utan skólann og leitað til nemenda, beðið þá um að hjálpa sér að bera kennsl á Paty þegar hann gekk út úr skólabyggingunni um miðjan dag á föstudaginn í Conflans Sainte-Honnorine hverfinu í París. 
 

epa08755257 People hold signs reading "No to barbarity" and "I am a teacher" as they gather at the Place de la Republique for a demonstration against terrorism and to pay their respect after French teacher Samuel Paty was beheaded, in Paris, France, 18 October 2020. On 16 October French school teacher Samuel Paty was decapitated by 18-year-old attacker named Abdoulakh Anzorov who has been shot dead by policemen. Paty was a history teacher who had recently shown caricatures of the Prophet Mohammed in class.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Viðbrögð frá ráðamönnum bárust strax á föstudagskvöldið og í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði þetta hryðjuverkaárás sem beindist gegn tjáningar- og trúfrelsi í Frakklandi. Jean Michel Blanquer menntamálaráðherra hvatti til þess að Frakkar sýndu kennurum stuðning. Kamel Kabtane, sem er hátt settur innan samfélags múslima í Frakklandi, segir að Paty hafi verið að sinna starfi sínu og reynt að gera það af virðingu, með því að vara nemendur við áður en hann ræddi myndbirtingarnar í tíma. Hann sagði þá hryðjuverkamenn sem fremdu þessar árásir ekki trúaða, en þeir væru að nýta sér trúarbrögð til að valda usla. 

epa08755251 A person (R) holds the controversial cover of the Charlie Hebdo satirical weekly showing the caricatures of the Prophet Mohammed as people gather at the Place de la Republique for a demonstration against terrorism and to pay their respect after French teacher Samuel Paty was beheaded, in Paris, France, 18 October 2020. On 16 October French school teacher Samuel Paty was decapitated by 18-year-old attacker named Abdoulakh Anzorov who has been shot dead by policemen. Paty was a history teacher who had recently shown caricatures of the Prophet Mohammed in class.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Skopmyndirnar af Múhameð voru endurbirtar í Charlie Hebdo í september um það leyti sem réttarhöld hófust yfir þeim sem eru talin tengjast árásinni 2015. Síðan þá hafa verið gerðar tvær árásir, þessi við skólann í Conflans Sainte-Honnorine og nær miðborginni í september, þegar ungur Pakistani stakk tvo fyrir utan hús í borginni þar sem áður voru skrifstofur skoptímaritsins. Ríkissaksóknari Frakklands segir að þetta sýni að Frakkar búi enn við þessa ógn en bætti við á blaðamannafundi í gær að franska leyniþjónustan hefði hvorki þekkt til Pakistanans né Azorovs og þeir hefðu ekki brotið af sér áður. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi