Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Icelandair með eina brottför á dag

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Ein brottför var á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í dag. Ein brottför er einnig áætluð á vegum félagsins á morgun og sömuleiðis á þriðjudaginn. Alls eru ferðir á vegum níu flugfélaga til og frá landinu þessa dagana.

Icelandair flýgur til Kaupmannahafnar og London núna um helgina. Önnur félög eru með ferðir meðal annars til Frankfurt, Amsterdam, Barselóna, Gdansk og Varsjár.

Þá eru daglegar ferðir á vegum Easy Jet til London. 

Á morgun eru fimm brottfarir fyrirhugaðar samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Auk ferðar Icelandair til Kaupmannahafnar eru það ferðir á vegum Lufthansa, Easy Jet, Air Baltic og Atlantic Airways.